Trúleysi er eðlilegt ástand samkvæmt Martinusi

Hér er á ferðinni athyglisverð skoðun danska dulsálfræðimeistarans Martinusar (1890-1981). Hann heldur því fram að það sé hluti af þróunarferli mannsins að ganga í gegnum trúarleg skeið og vitsmunaleg skeið án trúar.

Næsta skeið þar á eftir er vitundarleg afstaða, eða rökrétt atferli mannsins og rétt breytni eftir lögmálum tilverunnar.

Þá finnur maðurinn sjálfum sér stað í þróunarverki alheimsins og honum er þar orðin eðlislægur hlutur að skynja hina andlegu veröld.

Trúin er sem sagt ekki háð viljanum einum og sér, heldur er um þróunarferli að ræða.

Með hliðsjón af þessu þá sér maður hvað það er tilgangslaust og órökrétt að þrefa um trú og trúleysi.

Eftir þessu að dæma ætti enginn maður að leggja sig niður við að rífast um trúarleg málefni.

fa_769_ni_martinusar-.jpg

 

 

 

 

 

 

 

Fáni Martinusar sem sýnir grunnkraftana


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Gaman að han skuli gera greinarmun á hinu trúarlega og hinu vitsmunalega. Engar fréttir svo sem.

Jón Steinar Ragnarsson, 4.12.2011 kl. 12:27

2 Smámynd: Sigurður Alfreð Herlufsen

Já, en málið er það, að þegar hið trúarlega og hið vitsmunalega nær jafnvægi, þá fær maðurinn langþráðan frið við sjálfan sig og umhverfi sitt.

Sigurður Alfreð Herlufsen, 4.12.2011 kl. 13:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband