12.12.2011 | 12:36
Andrúm jólanna í Hörpu - Frábærir listamenn og sérstakir tónleikar!
Í gærkvöldi fórum við hjónin á hljómleika "Frostrósir klassík" og þar voru miklir listamenn sem sáu um veitingarnar.
Sannkallað augna og eyrnakonfekt var í boði.
Jólaandinn sveif yfir vötnunum og endaði tónaveislan með því að allt húsið ómaði í fjöldasöng með sálminum "Heims um ból", hinum yndisfagra og tillinningaþrungna jólasálmi.
Það er hreint ólýsanlega hvað fjöldasöngur getur framkallað mikill hughrif og miklar andlegar bylgjur.
Fyrir flesta er sálmurinn "Heims um ból" hlaðin djúpum og einlægum minningum alveg frá barnæsku.
Það er eins og að fá líf sitt í einu lagi í fangið!
Listamennirnir Garðar Cortes, Hulda Björk Garðarsdóttir, Kolbeinn Ketilsson og Ágúst Ólafsson báru sýninguna uppi með söng sínum.
Fjöldi listamanna var í hljómsveit og söngsveit. Hreint stórbrotið sjónarspil.
Hin norska Sissel Kirkebo var svo hátíðargestur og hún heillaði samkomuna með frábærum söng sínum, sem hún er orðin heimsfræg fyrir.
Mjög gaman var að heimsækja Hörpu í fyrsta sinn og það var ekki laust við að maður fylltist stolti yfir þessum mikilfenglegu húsakynnum, sem fluttu þessa fögru tóna.
Stoltið var einnig töluvert að tilheyra þessari þjóð, við þessar aðstæður.
Harpa verður stolt landsins langt inn í framtíðina
Svona var húsið þéttsetið - og sungið "Heims um ból"
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.