16.12.2011 | 16:55
Ég mæli með afturköllun ákæru á hendur Geir Haarde
Nú er komin fram þingsályktunartillaga, þar sem farið er fram á að alþingi afturkalli ákæru sína á hendur Geir Haarde fyrrverandi forsætisráðherra.
Ég hef áður lýst vandlætingu minni á þessari gjörð alþingis.
Nú geta þeir alþingismenn úr fyrrverandi samstarfsflokki Geirs, sem það hafa á samviskunni, lagfært sína röngu ákvörðun, að ákæra Geir Haarde einan ráðherranna.
Þeir voru nokkrir sem svo slepptu sínum eigin ráðherrum við samskonar meðferð!
Þá hafa þeir bætt fyrir sínar misgjörðir og verða menn að meiri.
Alþingismenn Samfylkingarinnar fá nú tækifæri til að bæta fyrir misgjörðir gagnvart Geir
Augljóst að falla skuli frá málssókn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.