Sovét-Ísland óskalandið, hvenær kemur þú?

Ég var í jólaboði og þar var verið að taka upp jólpakkana.

Upp úr einum þeirra kom kvæðabók eftir Jóhannes úr Kötlum og ég fékk að blaða í henni.

Eitt kvæðið hét einmitt "Sovét-Ísland óskalandið, hvenær kemur þú?

Ég man eftir Jóhannesi úr Kötlum. Hann var mikill hugsjónamaður og það var greinilegt að þarna fór áhugamaður um betri heim (reyndar hljótum við flest að vera slíkir áhugamenn?).

En það er hreinlega óraunverulegt að lesa þetta mikla kvæði í dag. Hvað hugsjónin um betri heim þurfti að bíða mikið skipbrot, einmitt í gegnum Sovétríkin og hina kommúnísku hugsjón. Það var ljósár á milli hugsjónanna og raunveruleikans sem fólk lifði við.

Sannarlega engin sæla að vera þegn í slíku ríki og vera sviptur réttinum til að hugsa og tala, ef það var á skjön við einhvern tiltekinn sannleika sem stjórnvöld vildu heyra.

Þeir sem létu í ljós einhverja óhlýðni við ráðandi stefnu hlutu grimm örlög. Settir í Gúlagið.

Þetta er öllum augljóst í dag, en á dögum Jóhannesar úr Kötlum var þetta ekki eins sjálfsagt, þó að Krúsjoff hafi opinberað ógnarríkið frá tímum Stalíns um þetta leyti.

Maður getur eiginlega ekki annað en vorkennt Jóhannesi og hans sálufélögum. Það hefur ekki verið auðvelt fyrir slíka menn að horfast í augu við að þeirra helgustu hugsjónir hefðu verið misnotaðar og snúið yfir í andhverfu sína.

Það má ekki gleyma því að kommúnismi eru trúarbrögð, ekki beint stjórnmálastefna, þó svo hafi verið látið líta út fyrir.

Því miður hefur fylgifiskurinn verið mikil grimmd gagnvart þegnum þeirra landa sem lentu undir þessari stefnu.

Í ljósi þess að við höldum nú kristilega hátíð, þar sem sérstaklega er dregið fram að sýna öllum kærleika og fyrirgefningu, þá ættum við að reyna að fyrirgefa því fólki sem í sakleysi sínu og blindni gekk þessari ógnarstefnu á hönd.

Þetta nefni ég sérstaklega nú, vegna þess að út komu tvær bækur fyrir þessi jól, um hið kommúníska stjórnarfar á síðustu öld, sem léttilega geta aukið á umburðarleysi gagnvart því fólki sem hafði samúð með stefnunni.

Það er nefnilega svo létt að vera vitur eftirá, eins og við erum búin að vera vitni að síðustu mánuði.

stali_769_n-hitler-.jpg

 

 

 

 

 

Stalín og Hitler - fulltrúar fyrir ógnarstefnur á síðustu öld

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

"Það er nefnilega svo létt að vera vitur eftirá, eins og við erum búin að vera vitni að síðustu mánuði."

Svo satt! - takk fyrir góða grein. 

Jóhanna Magnúsdóttir, 25.12.2011 kl. 10:47

2 Smámynd: Sigurður Alfreð Herlufsen

Kæra þökk fyrir innlitið Jóhanna. Ég hef verið að fylgjast með þér og finnst alveg dásamlegt að njóta þinna jákvæðu pistla.

Merkilegt og þó ekki merkilegt, hvað jákvæð manneskja getur komið mörgu góðu til leiðar!

Lyft gráum hversdagsleikanum upp í sólríkan gleðidag.

Sigurður Alfreð Herlufsen, 25.12.2011 kl. 11:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband