28.12.2011 | 11:01
Hvað geta Íslendingar lært af Norðmönnum?
Ég tek hatt minn ofan fyrir Norðmönnum, þegar ég hugsa til þess að þeir setja allann olíuhagnaðinn inn á geymslureikning.
Þeir ætla ekki að láta olíugróðann koma af stað upplausn í samfélaginu.
Þeir ætla að láta þennan gróða verða þjóð og landi til blessunar.
Gætum við Íslendingar ekki lært heilmikið af þessu framtaki Norðmanna?
Það tel ég vera einsýnt.
Hér myndi svona innstreymi fjármagns strax verða notað í ólíklegustu verkefni.
Það kæmi fram hávær krafa í samfélaginu að eyða þessu öllu jafnóðum, auðvitað í hin arðbærustu verkefni, hvað annað?
Svoleiðis eyðsla þyrfti að líta vel út á pappírum og eitthvað þyrfti að gera til að friða samviskuna, enda myndi hún finna að ekki væri rétt á málum haldið, ef hagnaðinum yrði eytt jafnóðum.
Olíuborpallur í Norðursjó
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.