31.12.2011 | 17:42
Forseti Íslands hefur vaxið í starfi
Síðastliðin ár hafa verið viðburðarík fyrir þjóðina og ekki minna fyrir forseta Íslands.
Ég skal viðurkenna að ég var ekki sammála honum með að fella fjölmiðlalögin. Þar var nauðsynlegt að taka til hendinni og hafa einhverja reglu, um eignarhald og fleira.
En í næsta kapitula þegar kom að Icesave samningunum þá fannst mér hann taka á erfiðu máli með sérstökum bravör, þegar hann vísaði málinu til þjóðarinnar. Þetta gerði hann þó hann hefði ráðamenn á móti sér og flestar ESB þjóðir.
Svo þegar hann tók sig til og talaði máli Íslands í eftirmála þjóðaratkvæðagreiðslunnar, þá fannst mér hann gera það frábærlega.
Einnig mæltist honum vel í kryddsíldinni á Stöð 2 í dag, þegar hann tók á móti nafnbótinni "maður ársins"
Það er mat mitt að hann telji sig ekki geta horfið frá Bessastöðum næstu árin og að þjóðin muni kjósa hann með veglegum stuðningi.
Forseti Íslands herra Ólafur Ragnar Grímsson
Segir kosningabaráttuna hafna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Enn kemur Forsetinn á óvart !
Birgir Örn Guðjónsson, 1.1.2012 kl. 13:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.