Kirkjumyndasafn mitt er tilbúið - fyrir þig !

Undanfarna mánuði hef ég unnið við að fínpússa safn mitt af íslenskum kirkjum.

Nú stendur þér til boða, lesandi góður, að hlaða niður PDF sýningu á þessu safni.

Það samanstendur af rúmum 740 myndum sem halda utanum 207 kirkjur.

Eina sögu langar mig til að segja þér, sem dæmi um hvað eitt áhugamál getur tekið mann föstum tökum.

Í sumar sem leið fór ég á föstudegi í kirkjumyndaferð til Akureyrar. Þar þræddi ég allar kirkjur sem mig vantaði að mynda og voru í nálægð ferðaáætlunar.

Á sunnudegi var myndakort mitt alveg fullt og mér var ómögulegt að fá það tæmt á Akureyri, svo ég gæti haldið áfram myndatöku ef þess yrði þörf. Reyndar taldi ég myndatöku lokið og ég gæti þess vegna farið heim. Svo verður mér litið til Akureyrarkirkju. Margt manna gekk þá stundina upp tröppurnar mikilúðugu og þá sé ég mér til gleði að kirkjan er opin! Fór ég þá í spor mannfjöldans og gekk í fyrsta sinni inn í þessa megtugu kirkju.

Það er skemmst frá að segja, að ég féll í stafi af hrifningu, yfir þeirri fegurð sem við mér blasti, eftir að inn var komið. Sérstaklega voru þessir merkilegu skrautgluggar í kirkjuskipinu, sem tóku mig fanginn, enda hef ég aldrei séð neitt þessu líkt áður hér á landi.

Eins og komið hefur fram, gat ég ekki tekið fleiri myndir og varð því frá að hverfa, þó mér væri það mjög óljúft.

Eftir að heim var komið, fékk ég ekki frið í sálina. Varð að fara norður aftur og fullkomna mitt verk!

Tók ég það til bragðs, að fara í býtið einn morguninn og ók beinustu leið til Akureyrar. Lagði mig þar sérstaklega fram um, að ná öllum gluggum kirkjuskipsins. Má sjá það í safni mínu, sem hér er til ráðstöfunar fyrir þig. Ferðin var farin að morgni og komið heim að kveldi!

Þetta tók sannarlega á, og ég á enn í vandræðum með bensínfótinn, sem ég ofreyndi í ferðinni!

 

akureyrarkirkja_1plg.jpg

 

 

 

 

 

 

Akureyrarkirkja á góðum degi

akureyrarkirkja_-_hallgri_769_mur_pe_769_tursson.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 Þessi gluggi er til heiðurs Hallgrími Péturssyni höfuð sálmaskáldi Íslendinga

Hér er hægt að hlaða niður myndasafninu

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband