Varúð! Peningar og eldur eru náttúrukraftar

Já, þannig sé ég veldi þessara tveggja náttúruafla.

Eldurinn er varhugaverður. Hann getur verið góður þjónn ef hann er beislaður og hafður í einskonar fjötrum, svo hann valdi ekki skemmdum eða slysum.

Hins vegar er hann ómetanlegur þegar hans er þörf, til að þjóna manninum í hans verkum.

Hið sama á við um peningana. Þeir eru varhugaverðir. Óteljandi eru þau myrkrarverk og grimmdarverk sem unnin eru til að komast yfir þá og fólk heldur að með því meiri peninga í höndum, því meiri hamingja - en það er öðru nær!

Séu þeir geymdir þar sem þeir valda ekki vargöld, þá eru þeir góður þjónn til að fólk geti framfleytt sér við eðlilegar aðstæður.

Gætið þess að nota peninga af hófsemi, þá eru þeir til staðar þegar þörf fyrir þá er knýjandi.

peningase_lar-.jpg

 

 

 

 

 

 

Ofgnótt peninga er líklegasta leiðin til að komast í vandræði!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband