16.1.2012 | 16:58
Ég er alfarið á móti þessum landsdómsákærum
Það er mikið feilhögg að ráðast gegn stjórnmálamönnum fyrir það sem fjármálamenn gerðu af sér.
Hver sem framkvæmir ólöglega gjörninga og sölsar undir sig illa fengið fé með því móti, skal svara til saka fyrir það. Það er ekki heil hugsun í því að beina athygli sinni að stjórnmálamönnum, sem unnu sína vinnu með eðlilegum hætti.
Þegar ég var ungur var fyrst byrjað að setja á fót kjörbúðir. Það þótti þá fyrn mikil og talið var að slíkt fyrirkomulag gæti ekki staðist. Landsmenn væru ekki orðnir það þroskaðir að þeir stæðust þá freistingu að versla þarna, án þess að láta undan möguleikanum um að stela úr slíkum búðum.
Eitthvað svipað var um að ræða þegar bankarnir voru einkavæddir. Gert var ráð fyrir að allir sem að því kæmu gætu unnið eftir lögum og reglum.
Því miður þá brugðust margir einstaklingar. Það eru þeir sem eiga að svara til saka, um leið og hið opinbera réttarkerfi getur sannað á þá refsiverða gerninga.
Stjórnmálamenn sem ekki voru sekir um slíka framkomu, munu svara fyrir sínar gerðir þegar kosningar fara fram. Þar láta þeir verk sín í dóm kjósenda.
Þannig virkar réttarkerfið og stjórnmálakerfið.
Ég er næstum viss um, að þessi landsdómur hafi verið upp settur, sem varnagli, ef stjórnmálamaður drýgði raunverulegan glæp og reyndi að komast hjá dómsúrskurði, vegna þess að hann væri friðhelgur sem alþingismaður.
Ekkert slíkt er um að ræða í tilfelli Geirs Haarde, né hinna sem taldir voru til í upphafi þessa máls.
Fleiri verði dregnir fyrir landsdóm | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Og ég er í hópnum sem vill að þessir atburðir verði gerðir upp og andrúmsloftið hreinsað.
Stjónvöld fengu margar aðvaranir erlendis frá og ábendingar um að skuldir fjármálastofnana væru margfalt stærri en hagkerfið þyldi ef áföll yrðu.
Og þegar hæstaréttardómari og umboðsmaður Alþingis eru búnir að benda á sök þessara manna í níu binda skýrslu þá sé ég ekki að leikmenn úti í bæ hafi stöðu til að gefa úrskurði af öðrum toga.
Menn sem krefjast hárra launa vegna mikillar ábyrgðar verða að reynast menn til að axla þá ábyrgð.
Árni Gunnarsson, 16.1.2012 kl. 18:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.