19.1.2012 | 23:53
Landsdómsmálið gegn Geir Haarde er farsi
Því fyrr sem bráir af pólitískum andstæðingum Geirs, því betra fyrir stjórnmálalífið í landinu og fyrir ríkiskassann og Geir sjálfan.
Þetta er með öllu forkastanlegt að setja á stofn þetta batterí allt saman, til að reka mál sem varðar eðlilegt stjórnmálalíf í landinu, án þess að um afbrot sé að ræða.
Eru menn svo skyni skroppnir að þeir sjái ekki kjarnan frá hisminu?
Hvenær myndi svona ráðslag svara fyrir sig með svipuðum gerningum gagnvart enn öðru fólki.
Væri ekki af nógu að taka gagnvart núverandi ráðamönnum þessa lands, til að efna til málaferla gegn þeim.
Sjá menn ekki út í hvaða fen er komið með þessu hrópandi leikriti, þar sem saklausir eru teknir til dóms, en sekari menn sleppa við allt ónæði.
Leysið málið úr þessum álögum og leysið Geir úr höndum dómsins og þið verðið menn að meiri.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.