20.1.2012 | 02:03
Ef Ingibjörg Sólrún hefði verið forsætisráðherra?
Þessu var ég að velta fyrir mér í nótt, þegar ég lá andvaka og gat ekki sofið vegna þessa ótrúlega landsdómsmáls.
Hvernig myndi Samfylkingarfólk tala ef sú væri raunin?
Líklega væri fólkið laust við það helsi, að þurfa yfirleitt að tjá sig um rétt og rangt við þær aðstæður, vegna þess að þá væri væntanlega enginn fyrir dómi, hvort eð er!
Nú bið ég alþingismenn að draga djúpt andann og reyna að meta málið á ný.
Þá verður þeim ljóst að þessi skrípaleikur má ekki halda áfram. Nú er mál að linni.
Vaknið upp alþingismenn! Komið út úr dáleiðsluástandinu og lítið í kringum ykkur. Þið eruð ekki með sjálfum ykkur ef þið rækið ekki skyldur við réttlætið.
Til einskis er að metast um pólitískar stefnur og hafa ekki réttlæti með í för?
Og það er til einskis barist fyrir hvaða stjórnmálaflokk sem er, ef ekki er hugsað skírt og verið í þessu pólitíska starfi með allra heill fyrir augum.
Ingibjörg Sólrún - hvað ef hún hefði verið forsætisráðherra?
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.