20.1.2012 | 23:33
Stjórnmálamenningin á sér von!
Frávísunartillagan var felld og í framhaldi af því er komin upp ný staða.
Staðan er sú að stjórnmálamenningin geti færst til betri vegar.
Það er alltaf verið að tala um að gera upp hrunið, að læra af hruninu. Já, ég tek heilshugar undið það, við viljum sem flest læra af hruninu. Eitt af því sem mestu skiptir og gæti verið fyrsti lærdómurinn um hrunið, er sá að við eigum að vera sáttfúsari og samvinnufúsari. Reyna að vinna sem mest þvert á flokka og sjónarmiða og reyna að fá það besta út úr hverri uppbyggjandi stjórnmálaskoðun.
Það sem líka má læra af hruninu er að hætta þessum skotgrafarhernaði og hefndarþorsta og að hætta því að ætla þeim sem eru með aðrar pólitískar áherslur, um að styðjast við illar hvatir.
Þetta á við um allt pólitíska sviðið.
Ég vil sérstaklega þakka þeim stjórnmálamönnum, sem koma frá VinstriGrænum og hafa lagt það á sig að skipta um skoðun og þannig baka sér óvild sinna pólitísku félaga. Til þess þarf sterkan persónuleika.
Ég vil taka fram að með þessum orðum þá gleymi ég ekki þeim sem sýndu stórhug og komu frá öðrum flokkum.
VG hafa þá sérstöðu, að hafa ekki verið ráðandi við stjórn landsins, meðan þessi græðgisvæðing var að festa rætur og gera hér allt vitlaust. Þess vegna lít ég til þeirra með von um að þar séu fræ hinnar nýju hugsunar, sem gætu hjálpað landi okkar að komast á fæturna aftur og koma með ný vinnubrögð með sér. Þá má segja að þjóðin og stjórnmálaflokkarnir hafi lært eitthvað jákvætt af hruninu og nú hafi verið sleginn nýr tónn.
Ef svo fer þá er þetta stór stund!
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.