Pútín vill að hver nemandi lesi 100 bækur

Ég var að enda við að lesa frétt í Sunnudags Mogga og að lestri loknum var ég mjög hrifinn af þessari uppástungu herra Pútíns.

Það sem þó kom mér til að vekja máls á þessu, var það að blaðamaðurinn Alexander Nasarjan að nafni þótti þessi tillaga hrollvekjandi, hvorki meira né minna.

Mér þykir miklu fremur að það væri þroskandi fyrir nemendur að lesa einhverjar góðar bókmenntir sér til fróðleiks og vaxtar,

Tillagan er aldeilis eftirtektarverð, þó svo vilji til að herra Pútín sé tillögusmiðurinn. Sérstaklega á okkar tímum þegar ungviðið (og hið eldra einnig) situr yfir tölvum og öðrum rafrænum tólum, og gefur sér engan tíma fyrir bókarlestur.

Þann fyrirvara vil ég auðvitað hafa, að ekki sé um að ræða einhver áróðursrit, heldur sé hér um að ræða uppbyggjandi og alþjóðlega viðurkenndar bókmenntir, sem segja má að séu vel metnar sem slíkar.

Hér má lesa greinina.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband