30.1.2012 | 15:14
Lífsreglur sem við getum haft gagn af!
Mér berast oft gagnlegar upplýsingar og nú vil ég deila því með ykkur sem rak á fjörur mínar í dag.
Heilbrigði:
1. Drekktu mikið vatn.
2. Borðaðu morgunmat eins og kóngur, hádegismat eins og prins og kvöldmat eins og fátæklingur.
3. Borðaðu meira af mat sem vex á trjám og plöntum og minna af þeim sem framleiddur er í verksmiðjum.
4. Taktu mið af þremum L-um: Lífskrafti, Lífsgleði, Lífsfærni (að geta sett sig í annarra spor).
5. Taktu frá tíma til að iðka hugleiðslu, hreyfingu og bænir.
6. Eigðu glaðar stundir.
7. Lestu fleiri bækur en síðasta ár.
8. Vertu í hvíld og friðsemd minnst 10 mínútur á dag.
9. Sofðu í 7 tíma (eða lengur).
10. Farðu í 10 - 30 mínútna göngutúr á hverjum degi... og meðan á göngu stendur - brostu
Íhugaðu eftirfarandi:
11. Ekki líkja lífi þínu við líf annarra. Þú veist enganveginn hvað þeirra ferð útheimtir.12. Gæt þess að hafna neikvæðum hugsunum. Veldu heldur að vera jákvæður.
13. Ekki yfirkeyra þig. Hafðu gát á takmörkunum þínum.
14. Taktu þig ekki allt of hátíðlega, það gerir engin annar.
15. Ekki eyða tíma þínum í munnmælasögur eða slúður.
16. Lát þig dreyma meðan þú vakir, því það gerir þig frjóan.
17. Öfund er tímaþjófur. Þú hefur nú þegar allt sem þú þarfnast.
18. Ekki halda upp á vandamál fortíðarinnar. Ekki minna félaga þinn um hans feilspor. Það myndi einungis eyðileggja hamingju dagsins í dag.
19. Lífið er of stutt til að hata. Ekki hata nokkurn mann.
20. Stofnaðu til friðar við fortíðina, svo þú fáir notið núverandi stundar.
21. Það ber enginn ábyrgð á hamingju þinni, nema þú sjálfur!
22. Lífið er skóli og þú ert hér til að læra. Vandamálin eru aðeins viðfangsefni sem á að leysa. Árangur viðleitni þinnar er þinn ávinningur sem endast mun alla ævi.
23. Brostu meira og vertu glaður.
24. Þú þarft ekki að vinna hverja baráttu. Vertu heldur sammála um að vera ósammála. Haltu friðinn.
Fjölskyldan og þjóðin:
25. Hringu oftar til ættingja þinna.
26. Mundu að gera öðrum gott.
27. Fyrirgefðu fólki allt sem ber á milli.
28. Veittu þeim tíma þinn sem eru orðnir 70 ára eða meira og þeirra sem eru minna en 6 ára.
29. Reyndu að fá minnst þrjár manneskjur til að brosa á hverjum degi.
30. Það sem aðrir hugsa um þig er ekki þitt vandamál.
31. Atvinna þín gætir þín ekki þegar þú veikist, en vinir þínir munu halda sambandi við þig.
Lífið:
32. Gerðu það sem rétt er!
33. Slepptu því sem er þér ekki til bóta eða gleði.
34. Guð heilar allt.
35. Það er sama hvort augnablikið er gott eða slæmt, það mun örugglega breytast.
36. Það er aukaatriði hvernig þér líður, þú skalt alltaf fara á fætur og ganga út í daginn.
37. Hið besta mögulega er enn ekki komið.
38. Þegar þú vaknar á morgnanna, þakkaðu þá Guði fyrir og einnig þegar þú ferð að sofa á kvöldin.
39. Þú ert glaður hið innra og sýndu það ávallt með brosi þínu.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.