7.2.2012 | 11:47
Kennsla barna og fullorðinna og hrunið mikla
Í Fréttablaðinu í dag er grein eftir Sighvat Björgvinsson fyrrverandi ráðherra "Að fermast upp á Faðirvorið". Sjá greinina hér.
Þessi tímabæra grein fjallar um spurninguna "Hvað þarf til að kenna börnum að lesa", og þar segir Sighvatur að vandi grunnskólakerfisins stafi ekki af menntunarskorti kennara.
Það tek ég heilshugar undir!
Ég er einn þeirra, sem lærði að lesa undir handarjaðri Björgvins Sighvatssonar föður Sighvats, og minnist með hlýju þeirrar kennslu sem mér var veitt í Barnaskóla Ísafjarðar.
Frá þeim tíma hef ég getað lesið um allt milli himins og jarðar.
Hins vegar hef ég verið mjög hugsi yfir viðhorfum langskólagenginna viðskipta- og hagfræðimenntaðra manna ásamt mönnum úr fleiri fræðigreinum, sé út í það farið.
Einhverntíma heyrði ég sagt að siðferðisviðmið ætti ekki heima í viðskiptafræðum! Allt væri þetta svo fastmótað, svona svipað og margföldunartaflan!
Kennarar töldu ekki í sínum verkahring að kenna siðferðisreglur, aðeins að fræða um hinar ýmsu leiðir til að verða fær í viðskiptum.
Með þannig hugsunarhátt fór fólk út í lífið eftir langa skólagöngu. Þá var undir hælin lagt hvort viðkomandi fræðimaður myndi þróast til betri eða verri vegar. Hvort menn yrðu landi og þjóð og sjálfum sér til heilla á alla lund.
Við erum nú orðin töluvert reyndari í þessum efnum eftir hrunið og efnahags æfintýrin sem reyndust engin heillaspor. Þar voru fræðimenn úr þessum geira sem spiluðu stórt hlutverk.
Það sem við getum alla vega lært af hruninu er það, að fræðimennska ein og sér skilar okkur engum happafeng ef siðferðisviðmið eru ekki fullburða í viðkomandi fólki.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.