Ofurfæða í blandarann!

Ég fékk í jólagjöf forláta blandara, sem hefur breytt og bætt mína
möguleika með alveg nýrri vídd í matargerð. 

Eins og við vitum þá er ósoðin fæða með miklu verðmætari
næringarefnum. Suðan deyfir og eyðir fjölda nauðsynlegra
vítamína og snefilefna, en með því að fara í gegnum blandarann
er hægt að innbyrða bráðholla fæðu á alveg nýjan hátt!

 

 

Blandarinn gefur mikla möguleika til að framreiða
mjög holla fæðu sem ella myndi aldrei lenda í okkar
maga, alla vega ekki ósoðið eins og hér á sér stað.

Þær tegundir sem standa undir því að kallast ofurfæða
eru: Rauðrófur, engiferrót og spínat - allt ósoðið.
















Hér hefur verið tekið til það magn sem skera skal niður.
Innihald fyrir 3 glös:
1 glas vatn         sett í blandarann í upphafi
1 til 2 gulrætur, eftir smekk
1 biti engiferrót, eftir smekk
1 biti rauðrófa, eftir smekk
2 bitar blómkál, eftir smekk
Spínat, eftir smekk
Kókósmjólk, 1/3 úr dós
Rísmjólk, 1/3 úr glasi (smáskvetta)
Döðlur, 5 stk til að gera ljúfara á bragðið
Allt saxað niður og sett í blandarann og látið mixa. 


















Gott á bragðið og bráðhollt!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband