13.2.2012 | 17:54
Ísafjörður ægifagur - falleg ljóðabók Matthíasar Kristinssonar
Mig langar til að þakka fyrir fallega litla ljóðabók frá Ísafirði. Vestfirska forlagið gefur hana út og hefur lagt mikinn metnað í bókarkápuna. Ljóðin eru eftir Matthías Kristinsson, sem er kunnur Ísfirðingur.
Kápa bókarinnar er algjört gersemi. Hana prýðir stórkostleg mynd þar sem fegurð Ísafjarðar skartar öllu því sem til er í náttúrudýrð.
Forsíðan og pollurinn eins og í æfintýramynd
Baksíðan sýnir fjallið Ernir ásamt Ísafjarðarkirkju
Upphafsljóðið í bókinni heitir Skutulsfjörður og er fallegur óður til Ísafjarðar, alls tólf vísur í einu kvæði. Þar kemur fram kærleikur Matthíasar til heimahaganna.
Ég tek mér það bessaleyfi að birta hér fyrstu hendinguna úr upphafsljóðinu.
Ísafjörður ægifagur,um þig leikur dýrðardagur,
logn á Polli, logn til fjalla,
leikur sól um Gleiðarhjalla.
Prestabugt með gullnar gárur
geymir sínar freyðibárur.
Ég hvet alla velunnara Ísafjarðar og Matthíasar til að eignast þessa bók. Hún er hugljúf og vermir hjartað og fegurðarskynið.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.