16.2.2012 | 20:46
Samkynhneigðir eru ekki undirsettir almennri reglu
Fyrir nokkrum árum voru samkynhneigðir ekki ánægðir með þá umgjörð og aðbúnað sem þeim var búin hér á Íslandi.
Þeir hafa samt nú undanfarið notið skilnings og fengið réttindi fram úr því sem viðgengst víða um lönd.
Fyrir nokkrum áratugum voru samkynhneigðir í felum með sínar kenndir, en nú er blaðinu snúið algjörlega við og þeir njóta allra réttinda. Hvernig stendur á því að það nægði ekki svo að allir væru ánægðir.
Sannleikurinn er nefnilega sá að margir samkynhneigðir létu sér ekki nægja að fá að ganga í staðfesta sambúð. Þeir vildu meira.
Þeir vildu ganga í hjónaband - hvorki meira né minna. Einnig það fengu þeir framgengt. Af hverju þurfti að nefna þetta sambúðarform hjónaband, sem slíkt fólk tekur upp. Af hverju ekki að vera sátt við að sambandið héti staðfest samvist.
Var ekki staðfest samvist eðlilegasta niðurstaðan, þegar sambúðin var ekki til að halda utan um samlíf karls og konu og þeirra afkvæmi.
Svo tel ég og margir fleiri að hefði verið eðlilegasta niðurstaðan.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.