Virðingarleysi við vinnu allra - og hvað skal þá gera?

Það má lesa í Morgunblaðinu fyrri hluta þessarar setningar sem ég set hér á pistilinn.

Já, ég tek undir að það er komin tími til að alþingi kveði upp úr með það sem að Geir Haarde snýr.

Það væri alþingi til betrunar og upplyftingar ef þar yrði samþykkt að falla frá ákæru á Geir Haarde.

Málið var á sínum tíma lagt upp með að minnst fjórir aðilar sætu fyrir rannsóknarnefnd og þá væri hægt að greina í sundur aðdragandann að hruninu og með því reynt að læra eitthvað af óförum þjóðarinnar.

Það er ekki hægt að slíta í sundur aðgerðir einstakra manna (athafnamanna!!) og annarra í þjóðfélaginu.

Allir leggja eitthvað í sameiginlega vitund og aðgerðir, sem svo leiðir af sér hrakfarir, vegna þess að gæði athafnanna voru ekki á hærra stigi en raun ber vitni.

Nú er lag að ljúka þessu máli á stórmannlegum nótum og sýkna Geir. 

 

Virdingarleysi vid vinnu-

 

 

 

 

 

Lesið þessa grein hér.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband