24.2.2012 | 16:51
Gylliboð til að bæta heilsu
Landlæknir sem verndari læknastéttarinnar, kemur með reglulegu millibili þeim skilaboðum á framfæri, að engir aðrir en læknar megi stunda lækningastörf.
Þetta er ábending sem ég tek heilshugar undir.
En í sama mund og ég segi þetta, langar mig til að biðja landlæknir að vera á varðbergi gegn aukinni auglýsingamennsku lyfjafyrirtækja.
Boðið er upp á pillur við ýmsum kvillum, sem eru til þess fallnar að valda hugsanlega meiri vanda en lofað er að bæta. Um leið fær almenningur það á tilfinninguna að til séu pillur við öllum vanda, en það er langur vegur frá sannleikanum.
Einnig bið ég landlæknir að senda reglulega skilaboð til lækna, um að vera duglegir að skoða sjúklinga sína ítarlega, þó það taki lengri tíma heldur en að skrifa lyfseðil. Brýna það fyrir læknunum að þeirra fyrsta skylda sé að segja sjúklingnum umbúðalaust, hvað beri að gera til að ná betri heilsu.
Þannig að það er fyrsta skylda læknisins að beita algengum ráðleggingum (meiri hreyfingu, drekka nóg vatn, lifa reglusömu lífi, borða kjarngóðan mat o.s.frv.), áður en penninn er mundaður til að skrifa lyfseðil vegna vanda sjúklingsins.
Einnig mega læknar gjarnan vera opnir fyrir því að til eru fjöldi aðferða sem gera mikið gagn og hafa litlar eða engar aukaverkanir, þó svo að þær aðferðir séu ekki einkaeign læknastéttarinnar.
Óhefðbundnar lækningar koma þar fyrst upp í hugann ásamt austrænum lækningaaðferðum.
Það væri mikils virði ef læknar væru almennt opnir fyrir sem flestum möguleikum til að bæta hag sjúklinga sinna. Þannig væri væntanlega hægt að vera sem flestum stoð og stytta í endalausri leit að heilbrigði.
Um gylliboð til að bæta heilsu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.