26.2.2012 | 17:37
Samræður við GUÐ - snilldar ritröð!
Nú hef ég lokið við að lesa merkilegar bækur, í þrem bindum, sem heita einu nafni: "Samræður við GUÐ" og eru eftir Neale Donald Walsch.
Ólíkt mörgum bókum sem færa okkur vizku Guðs, þá er hér um að ræða rit eftir núlifandi mann.
Þessi maður varpar fram spurningum sem hafa brunnið á okkur flestum, og hann fær ítarlegri svör en flestir aðrir sem reynt hafa að spyrja.
Svörin koma til hans með ósjálfráðri skrift.
Nú segja menn kannski að hann sé sjálfur uppsprettan. Til að átta sig á því hvort svo sé þá þarf að lesa og meta svörin.
Skila þau okkur æðri sannindum en við áður bjuggum yfir?
Veita þau okkur innblástur til að meta allt upp á nýtt?
Já, ég verð að játa að þarna er bætt við nýjum sjónarhornum.
Reyndar eru þessi svör flest í miklum samhljóm við minn skilning og margra annarra á tilverunni, en það er bætt miklu við. Sjónarhornið er stækkað til mikilla muna!
Ég er afskaplega þakklátur fyrir þennan nýja vinkil og tilheyrandi lífsgleði og innblástur sem hann færir með sér og ég hvet þig lesandi góður að drífa þig til að lesa Samræðurnar.
Þær munu hreyfa við þér svo um munar, og það er allt saman á jákvæðum og uppbyggjandi nótum.
Þriðja bindi ritraðarinnar og svör við eilífðarspurningunum!
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.