10.3.2012 | 14:56
10 merkustu tilfelli fljúgandi furðuhluta eða UFO
Ég fékk í dag myndband þar sem tekið hefur verið saman 10 merkustu dæmin um fljúgandi furðuhluti.
Það er alltaf gaman að kynnast jaðar fyrirbærum eins og við getum nefnt þessi tilfelli.
Í gegnum tíðina hefur birst ótölulegur fjöldi tilkynninga frá trúverðugu fólki um allan heim.
Sammerkt með þeim öllum eru frásagnir af fljúgandi furðuhlutum, sem haga sér öðru vísi en þekkt tæki af jarðneskum uppruna.
Þessi loftför fara hraðar um en þekkt farartæki okkar jarðarbúa. Þau geta gert vélar jarðarbúa óstarfhæfar í lengri eða skemmri tíma.
Til að mynda sér skoðun á fyrirbærinu þarf að hlusta á vitni og það er hægt að gera hér í þessu myndbandi.
Athugasemdir
Trúir þú öllu sem á borð er borið fyrir þig Siggi?
Jón Steinar Ragnarsson, 11.3.2012 kl. 07:16
Ágæti Jón Steinar, NEI ég trú ekki öllu sem er borið á borð. Hins vegar er ég jákvæður og alltaf opinn fyrir nýjum möguleikum, sem virðast við fyrstu sýn vera utan við okkar þekkingarsvið.
Í þessu myndbandi eru þessi fyrirbæri skoðuð lið fyrir lið, af fólki sem hefur atvinnu af því að greina fljúgandi tæki.
Mér finnst þetta mjög spennandi málefni. Mín hugmynd um fljúgandi furðubæri er það, að þeir komi frá annarri vídd. Einnig að tækni sem þarna birtist virðist hátt yfir því sem við þekkjum hér á jörðunni.
Þetta tvennt er mjög mikið umhugsunarefni.
Það sem við sjáum þarna, það kemur frá hátæknigeira USA, þar sem menn þekkja allt sem tengist hátækni og flugi. Ekkert af þessu er frá mér komið. Mín túlkun getur verið rétt eða röng, en aðalatriðið er ekki hvað ég trúi eða ekki trú, heldur hvað hægt er að lesa út úr myndbandinu.
Að öðru leyti er það ekkert á minni könnu að fá fólk til að trúa því sem það ekki vill trúa. Að því leyti sef ég værum svefni yfir skoðunum annarra á þessum fyrirbærum. Sjálfur hef ég ekkert fastsett í þessum efnum, en lífið er uppfullt af spennandi fyrirbærum!
Sigurður Alfreð Herlufsen, 11.3.2012 kl. 10:54
Fyrirgefðu Jón, ég var að taka eftir að þú sendir út þitt innlegg klukkan 7.16 í morgun. Þetta er magnað!
Þarna ert þú einn af okkar undantekningum sem ferð svona snemma á stjá. Flestir mundu sofa lengi fram eftir.
Nú les ég í þessar upplýsingar að þú sért mjög aktívur og duglegur maður. Fullur af áhuga fyrir einhverju.
Nú væri alveg hægt að hugsa sér að einmitt efni þessa pistils væri þér hugleikið?
Sigurður Alfreð Herlufsen, 11.3.2012 kl. 11:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.