12.3.2012 | 15:31
Guðmundur Andri Thorsson og HRUNIÐ
Í Fréttablaðinu í dag er einn af pistlum Guðmundar Andra.
Þá les ég yfirleitt alltaf, vegna þess að maðurinn er vel ritfær og oft er málefnið eftirtektarvert og krufið frá ýmsum hliðum.
En ekki í dag!
Hann er að skrifa um hrunið sem hér varð og honum tekst að nefna aldrei á nafn þá aðila sem ollu hruninu.
Hann skrifar um stjórnmálamenn þegar hann hefði átt að tala um bankarekendur.
Hver svo sem ástæðan er þá bið ég Guðmund Andra að bæta úr þessum annmarka með nýrri grein um sama málefni.
Taka þar fyrir bankarekendur sem höfðu með starfsemi sinni og aðstöðu, tækifæri til að koma eignum bankanna út úr þeirra hirslum.
Ef til vill bætir rithöfundurinn fyrir þetta stílbrot með góðri hnitmiðaðri grein á morgun og þá taki hann fyrir hina raunverulegu gerendur.
Það má helst ekki seinna vera, því nauðsynlegt er að hann upplýsi fyrir Landsdóm hvar hina seku er að finna, því ekki nefndi hann þá í grein dagsins.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.