15.3.2012 | 11:23
Biskupskjör - hvernig biskup viljum við
Þó svo að almenningur kjósi ekki biskup, þá hafa margir skoðanir á því hvernig biskup eigi að haga sér og hvaða kostum hann eigi að vera búin.
Mig langar til að biskupinn sé andlegur forustumaður, að orð hans komi frá æðri uppsprettu og séu eftirtektarverð.
Mig langar til að biskupinn sé andlega vakandi, þannig að hann fylgi eftir sannindum sem upphefja okkar æðsta sjálf og kveiki í okkur jákvæðan neista.
Mig langar til að biskupinn sé hafinn yfir hið daglega karp sem við heyrum svo mikið af úr stjórnmálageiranum.
Mig langar til að kona finnist sem uppfylli þessar óskir, vegna þess að það er hugsanlega komin tími á að konur komist í forustu á þessu sviði eins og öðrum.
Einnig þarf að auka hógværð og æðri vizku meðal allra kennimanna, því þeir eru sáðmenn á akrinum.
En hvað sem mínum óskum líður þá bið ég þess að okkur Íslendingum farnist vel á leið okkar til aukins þroska.
Séra Sigurbjörn Einarsson lifði þá gleði að vera vinsæll biskup, bæði í embætti og eftir að því lauk.
Séra Karl Sigurbjörnsson hefur verið í miklum metum sem biskup, þó að hann hafi fengið erfið mál í fangið.
Athugasemdir
Þessi pistill er innblásinn af visku sem er ekki af þessum heimi Sigurður minn.
Ég er sammála þér með byskupinn, hann þarf að tala af visku sem er ofan við deilur og dægurþras, hann þarf að vera farvegur fyrir orð Drottins og hlusta á það sem Heilagur andi blæs honum í brjóst.
Páll postuli sagði að við ættum ekki að vera kennarar, það er mikil speki í því.
Það eru fáir sem hafa vald á viskunni, of margir miklast af sjálfum sér og þá er voðinn vís.
við þurfum að muna þá staðreynd, að við mennirnir erum ósköp smáir og við vitum afskaplega lítið.
En með því að opna fyrir hinn sanna og eilífa viskubrunn skaparans, þá getur hver sem er orðinn góður byskup. Við þurfum mann eða konu, sem hefur hreint hjarta og drjúgan skammt af auðmýkt.
Hrokinn stíflar allt viskuflæði eins og þú veist.
Jón Ríkharðsson, 16.3.2012 kl. 12:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.