Byggja upp vöðva - er það áhugavert?

Það er virðingarvert og eðlilegt að viðhalda líkama sínum í góðu ástandi.

En hitt er umhugsunarefni hvort þessi vöðvadýrkun sem nú er við líði sé ákjósanleg og ef svo er, hvar eru þá mörkin á eðlilegum vöðvamassa og öfgum.

Að mínu mati eru öfgar allt það sem fer yfir strikið, t.d. þar sem tekin eru framandi efni til að mikla og ofgera vöðvana.

Sterar og vaxtarhormón eru hryllilegar inntökur og á ekkert skilt við að vera hraustur og heilbrigður.

vodvafjall 2-

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hér er vöðvafjall sem líklega þykir ekkert augnakonfekt og hefur farið yfir strikið!

 

ad_16818_20400-

 

 

 

Þessi krafta auglýsing vakti mig til að skrifa um þetta fyrirbæri 

 

Fallegast og heilbrigðast þykir mér líkami fimleikamanna.

Þeir hafa svo eðlilegan líkamsvöxt, án allra öfga.

Eru með góðan styrk og eðlilega vöðvabyggingu.  

Fæstir slíkra láta freistast til að skauta framhjá náttúrulegri þróun, með inntöku ónáttúrulegra efna.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband