Nýjir flokkar og stefnumálin

Mikil gerjun er nú í stjórnmálaheiminum á Íslandi.

Í Silfri Egils komu þau Margrét Tryggvadóttir og Lýður læknir til að ræða um sinn flokk.

Mér fellur vel að hugmyndin sé að sýna sanngirni og samningsvilja.

Það eru þættir sem vantar tilfinnanlega hjá gömlu flokkunum.

Hins vegar er ekki hægt að lofa ákveðnum stefnumiðum og síðan að vinna markvisst gegn eigin loforðum.

Þetta hefur orðið hlutskipti VG með Steingrím Sigfússon við stjórnvölin, en hann ávann sér þann orðstír að vera stefnufastur og einlægur í sinni pólitík, þegar hann var í stjórnarandstöðu.

Þetta hefur allt farið á versta veg eins og dæmin sanna.

Það sem mig langar til að vekja máls á eru orðaskipti sem urðu í Silfri Egils um flokk Margrétar og Lýðs.

Margrét var spurð hvort að Lilja Mósesdóttir ætti ekki að ganga til liðs við þennan flokk.

Margrét taldi það einmitt vera sjálsagt mál. Hún væri velkomin til þeirra, og það yrði vel tekið á móti henni.

Það vantaði tilfinnanlega að hún nefndi aðalatrið málsins á nafn, að það bæri á milli þeirra í stefnumálum, því Lilja vildi ekki ganga í ESB, en það er einmitt stefnumál hins nýja flokks.

Það má ekki gleymast að flokkar eru stofnaðir til að koma ákveðnum málum í farveg. Nýji flokkurinn hefur fengið nafnið Dögun, samtök um réttlæti, sanngirni og lýðræði.

Næsti flokkur sem stofnaður verður, eða hefur verið stofnaður, getur auðveldlega notast við þessa málsgrein sem Dögun hefur gert að sínum sannleika.

En endilega verið heiðarleg, þið sem stofnið nýja flokka. Haldið því fram sem þið trúið á. Dögun á að tala skýrt um hið stóra mál; inngöngu eða ekki inngöngu í ESB.

Dögun vill inngöngu Íslands í ESB

Flokkur Lilju Mósesdóttur vill ekki í ESB

Þetta eru stóru málin í núlíðandi stjórnmálum ásamt réttlæti, sanngirni og lýðræði.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnlaugur I.

Sæll Sigurður Alfreð.

Ég er nú ekki viss um að nema hluti af þessum nýja flokki "Dögun" hafi einhvern áhuga á ESB aðild, þó svo að þau vilji láta klára ferlið.

Ég veit ekki til þess að Sigurjón Þórðarson formaður Frjálslynda flokksins og hans fólk sem gekk þarna til liðs hafi ávallt verið einarðlega gegn ESB aðild.

En það vantar einmitt að þessi nýji flokkur tali skýrt í þess stærsta átakamáli íslenskra stjórnmála.

Það á líka við um aðra flokka.

Kjósendur eiga heimtingu á því að þessi mál séu gerð upp í stjórnmálaflokkunum og án allrar moðsuðu !

Gunnlaugur I., 24.3.2012 kl. 11:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband