Verður biskupinn kona?

Nú hefur verið kosið í fyrstu umferð biskupskosninganna og útkoman er sú að í lokaumferð verða karl og kona í kjöri.

Það liggur í loftinu að tími sé komin á að kona verði biskup.

Það eru mikil tímamót að á Íslandi hefur verið brotið blað í jafnréttismálum.

Konur hafa hér orðið forseti, forsætisráðherra og til að fullkomna þrennuna kemur svo líklega kona í biskupsembættið.

Þessari þróun eigum við að gleðjast yfir. Ekki síst vegna þess að konan sem í kjöri er, er fyllilega þess verð að sitja embætti biskups og vera þar til mikils sóma.

Ég fermdist hjá föður hennar séra Sigurði Kristjánssyni og var honum mjög vel kunnugur.

Það var ekki hægt að komast hjá því að taka eftir séra Sigurði því hann var með hæstu mönnum á Ísafirði og þó víða væri leitað og sérstaklega myndarlegur í ofanálag.

Það væri mér mikil gleði ef afkomandi þessa öðlingsmanns yrði biskup Íslands.

holskirkja_-_snaefjallastrond_1142778.jpg

 

 

 

 

 

 

Séra Agnes hefur starfað við Hólskirkju í Bolungarvík undanfarin ár


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband