Glórunni glatað

Í grein í Morgunblaðinu sem skrifuð er af Indriða Aðalsteinssyni, Skjaldfönn Ísafjarðardjúpi, er þessi titill notaður.

Hér er mergjað mál talað og græðginni sagt stríð á hendur. Það er alveg rúm fyrir þær aðfinnslur og ég set ekki út á það.

Hins vegar segir Aðalsteinn um ritstjóra Morgunblaðsins: "Nú hlýtur að vakna sú spurning hvers vegna ritstjórinnn þagði þunnu hljóði, verandi í kjöraðstöðu til þess að vekja alþjóðarathygli á því sem miður fór! Svarið getur varla verið neitt annað, en að á Davíðstímabilinu hafi Styrmir verið kúgaður af flokkshagsmunagæslunni sem til einföldunar kallast oft "bláa höndin".

Hér er ekki svigrúm til að gera Davíð verðug skil en til marks um ógnvænleg áhrif hans á jafnvel harðpólitíska andstæðinga er, að hann er eini stjórnmálamaðurinn sem mig hefur dreymt og það margoft. Þar fer vel á með okkur. Hann hefur gist og staðið sig vel í smalamennskum og skítverkum."

Hér líkur tilvitnun.

Það sem fær mig til að koma með athugasemd í tengslum við grein Aðalsteins er þáttur Davíðs í henni.

Fyrst kem ég að síðari tilvitnunni, þar sem Davíð kemur fyrir í draumum Aðalsteins. Fyrst að Aðalsteinn er mikill draumamaður þá finnst mér að hann ætti að vinna úr draumnum og átta sig á hvað téður draumur merkir. Ég les það út úr honum að verið sé að lýsa Davíð fyrir Aðalsteini og að þar komi Davíð fram sem heiðvirður og vinnusamur maður sem gerir sínar skyldur upp á punkt og prik.

Hið annað sem ég vil nefna er þegar Aðalsteinn segir ritstjórann hafa þegið þunnu hljóði um þá vá sem var framundan og Davíð hafði reynt að koma á framfæri við ráðandi stétt landsins, án undirtekta.

Þarna vantar Aðalstein forsendur til að átta sig á því að Davíð var það ógerningur að nefna veikleika bankanna á nafn opinberlega. Það hefði á augabragði orðið að ofsaviðbrögðum og áhlaupi á bankanna og enginn leið að forða þeim frá falli. Þá hefði verið hægt með réttu að ásaka Davíð fyrir fáfræði og hans sekt verið augljós.

Það hefur verið fært Davíð ótalmargt til sektar í gegnum tíðina af andstæðum pólitískum öflum og jafnvel peningaöflum líka, en þarna hefur hann ekkert að sér gert.

Þessu vildi ég halda til haga, enda hefur mér runnið til rifja þetta eilífa einelti á einn okkar fremsta stjórnmálaskörung. Reyndar hef ég um leið litið á þessar árásir sem staðfestingu á mikilvægi þessa manns.

Grein Aðalsteins má lesa hér


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband