11.4.2012 | 11:05
Ég er jafnaðarmaður!
Hvað skyldi það svo sem þýða að lýsa yfir einhverri hugmynd sem maður aðhyllist.
Hvort skyldi ég þá velja Samfylkingu eða VG eða Framsóknarflokkinn eða Sjálfstæðisflokkinn eða ?? alla hina sem verða í framboði í næstu kosningum?
Ég get hreinlega ekki svarað þeim spurningum. Alveg er víst að hver maður myndi koma með sína útleggingu á því hvað það er að vera jafnaðarmaður. Ég myndi ekki bæta neinu nýju við þann lista.
Einnig gæti ég sagt: Ég aðhyllist frelsi einstaklingsins.
Hvar stend ég þá?
Það eru svo ótrúlegar öfgar grasserandi í þjóðfélaginu að maður verður alveg orðlaus.
Til dæmi koma núna fram menn sem segja í hneykslunartón: Hún Þóra forsetaframbjóðandi er krati!
Hvað er svona slæmt við það?
Okkar ástsæli forseti Ásgeir Ásgeirsson var alþýðuflokksmaður.
Hann naut virðingar allra meðan hann sat á forsetastóli.
Menn munu þá koma með það að nú séu svo sérstakir tímar.
Já, ég tek fyllilega undir það að nú eru umrótatímar, það er augljóst.
En það má eftir sem áður taka sig á og tala af skynsemi og hófsemi.
Það skilar meiru til samfélagsins heldur en upphrópanir og níð og reiði.
Nú er tími til komin að menn taki sig saman og komi góðu lagi á samfélagsumræðuna.
Færi hana í hófsaman búning, þannig að þjóðfélagið fari að þroskast og verða fullorðið.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.