Falun Gong miklar fyrirmyndir til að líkjast!

Í lýðræðislöndum þar sem fundarfrelsi er í gildi. Þar sem leyfilegt er að mótmæla ýmsum gjörðum, sé það gert á friðsaman hátt, þá er Falun Gong félagsskapurinn einstök fyrirmynd.

Ég man hvað mér þótti mikið til þeirra koma á sínum tíma.

Þeir fluttu sinn boðskap á einstakan hátt.

Fyrir það hlutu þeir virðingu og eftirtekt, sem fór um alla heimsbyggðina.

Hvað verður svo gert í málunum ef þeir fjölmenna hingað og biðjast fyrir á almannafæri.

Ekki getur slík iðja verið tilefni til fangelsana eða sekta, eða einhvers konar takmarkana á ferðafrelsi - er það?

Nú höfum við Dómsmálaráðherra sem er þekktur skörungur. Hans er valdið og valið.

Hann er auðvitað ekkert öfundsverður af því, enda er hárfín lína á milli þess að vera góður gestgjafi fyrir virðulegt fólk frá framandi menningarheimi og svo að viðhalda sérstöðu Íslands sem lýðræðisríki.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband