Dorrit Moussaieff hefur auðgað þjóðlíf Íslands

Mér er það minnisstætt þegar Dorritt var kynnt á Bessastöðum. Þá vissi enginn hvernig persónuleiki hún væri, en henni var gefin tími og tækifæri til að láta það koma í ljós.

Það er komið í ljós og hún hefur opinberað sig sem alþýðleg og hlý manneskja sem ég leyfi mér að fullyrða að hafi komið þessari þjóð þægilega á óvart.

Í upphafi beið fólk í ofvæni eftir því að hún sýndi einhver oflæti vegna ríkidæmis og þess umhverfis sem hún hafði alist upp í. En nei, hún sýndi enginn merki þess, heldur þvert á móti. Hún kom fram með þá bestu eiginleika og fas sem Íslendingar kunna svo vel að meta. Hreinskiptni, einlægni og góðvild.

Þarna eru þeir eiginleikar samþjappaðir, sem vekja upp bestu viðbrögð þessarar þjóðar.

Ég vil alla vega lýsa þakklæti mínu fyrir að þessi kona kom inn í okkar háaðal og gerði hann manneskjulegri og alþýðlegri á þann hátt að enginn gat efast um heilindin fyrir þeirri framkomu.

Hér má lesa grein úr DV "Ísland er heimili mitt", sem ástæða er til að skoða betur, um leið og ég þakka DV fyrir mjög margar ítarlegar og áhugaverðar greinar. Kröftugt blað!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sævar Óli Helgason

Með fullri virðingu fyrir Dorrit sem mér finnst jú ágætis kerling og skemmtileg...

-

En ertu að kalla Forseta Íslands, Ólaf Ragnar Grímsson HÁAÐAL...?

Er ekki alltílagi með þig vinurinn...?

Á Íslandi er enginn merkilegri í þjóðfélaginu en nokkur annar... Sama hver er... Þótt hann komi úr þessum pung eða hinum, sé svona og svona giftur, tengdur eða jarðaður með í endann...

En svo er annað að sýna stöðu viðkomandi virðingu... Það er allt annað mál... Það er engu að síður vinna viðkomandi...

-

Svona merkilegheit og snobbtilburðir eru ekkert annað rassakyssingar með afbrigðum og er eins óíslenskt einsog hægt er að hafa það...

Skammastu þín...!

-

Ef hrifning þín á Ólafi Ragnari er vegna þess að hann er að svo vel giftur og þessvegna munir þú kjósa hann til forseta... Þá hefur þú einfaldlega eitthvað misskilið tilgang embættisins...

Sævar Óli Helgason, 15.4.2012 kl. 12:03

2 Smámynd: Jónatan Karlsson

Sæll Sigurður

Ég er hjartanlega sammála þér hvað okkar ágætu Forsetafrú varðar og hvað athugasemd Sævars snertir, þá getum við látið okkur í léttu rúmi varða rassakyssingar og snobbtilburðatal einstaklings sem augljóslega álítur að hér lifi einungis ein þjóð jafningja og opinberar þar einungis eigin uppruna og stöðu, auk/eða þeirrar þröngsýni og skilningsleysis, sem einmitt Dorrit Moussaieff er svo blessunarlega laus við.

Jónatan Karlsson, 15.4.2012 kl. 12:37

3 Smámynd: Sævar Óli Helgason

Jónatan...

Í Landnámu segir hér að skuli...

"Ein þjóð í einu landi búa..."

Allt annað tal er því andþjóðfélagsleg, óíslenskt og eru merkilegheit þín og upphafning gagnvart minni þjóðfélagsstöðu, sem ég veit að þú hefur ekki hugmynd um hver er, ekkert annað en tal stéttarskiptingar, sjálfshóls og snobbs...

Skammastu þín líka...!

Sævar Óli Helgason, 15.4.2012 kl. 12:59

4 Smámynd: Sigurður Alfreð Herlufsen

Ég þakka innlitið Sævar og Jónatan.

Varðandi háaðal, þá hélt ég að allir Íslendingar væru því sammála að hér hafi verið til ráðandi stéttt í marga áratugi. 

Það er talað um Engeyjarætt, Thoroddsena, Thorsara o.s. frv.  Er alveg hissa á að Jónatan hafi ekki heyrt minnst á að til sé háaðall. Ég hef oft heyrt þetta haft uppi og get lítið við því gert þó Jónatan sé svona utan við almennt tal manna, að hann jafnvel móðgist ef það er haft um hönd.

Ég er alveg sáttur við hvað stendur í Landnámu um að ein þjóð skuli búa í þessu landi. Það er líka sú sýn sem okkur langar til að hafa á þjóðfélagi okkar. Allir geta verið sammála um að stefna að svo til stéttlausu þjóðfélagi. Varla er hægt að komast nær því heldur en þessi þjóð hefur auðnast.

Varðandi innkomu frú Dorrit, þá kom hún þægilega á óvart með því að vera ekki með neinn reging eða stjörnustæla. Það var nú aðal punkturinn hjá mér til að benda á.

Nú er veturinn að kveðja í þessari viku og mig langar til að nota tækifærið og óska ykkur báðum gleðilegs sumars.

Sigurður Alfreð Herlufsen, 17.4.2012 kl. 21:24

5 Smámynd: Sigurður Alfreð Herlufsen

Jónatan, nei ég var ekki að hugsa til Ólafs þegar ég nefndi háaðal. Hann er komin af alþýðufólki að vestan. Mitt innlegg fjallaði aðeins um frú Dorrit og hennar fram göngu eftir að hún gerðist hér heimavön.

Sigurður Alfreð Herlufsen, 17.4.2012 kl. 21:27

6 Smámynd: josira

Kæri Sigurður, ég er þér hjartanlega sammála um að Dorrit forsetafrú hefur auðgað þjóðlíf okkar á liðnum árum á mörgum sviðum og komið t.d. þægilega á óvart með framsýnar hugmyndir okkur til handa eins og hér um árið, sem var; frétt mbl: Dorrit; Ísland verði svalari útgáfa af Dubai 

og eldri bloggfærsla mín og viðhorf um þá frétt

Einnig finnst mér, að forsetahjónin hafa vel verið landi og þjóð til sóma í forsetatíð sinni, Hérlendis, sem og erlendis, alþýðleg, yndisleg og víðsýn ásamt því, að hafa staðið við hlið fólksins í landinu á ögurstundum.   

josira, 19.4.2012 kl. 20:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband