19.4.2012 | 12:02
Ég varð fyrir opinberun í Fríkirkjunni við Tjörnina
Þetta gerðist á sunnudaginn 15. apríl að ég var viðstaddur fermingu dótturdóttur minnar.
Mjög ánægjuleg stund sem maður mun minnast langa ævi.
Opinberunin sem ég ætla að minnast á gerðist við altarisgönguna.
Við hjónin gengum upp til altaris, til heiðurs fermingarbarninu og vera þátttakendur í hennar athöfn. Þá kom í ljós að altarisbrauðið sem boðið var í stað obláta, voru venjulegir brauðbitar, eða réttara sagt brauðhnoðrar.
Ég valdi einn slíkan og deif honum í ávaxtasafann.
Þessi athöfn, eða réttara sagt hin breytta nálgun við þessa athöfn varð mér opinberun!
Ekki til að hneykslast á, heldur til að fagna nýrri hugsun.
Frá því ég man eftir mér hefur þessi athöfn verið mörgum vandmeðfarin.
Margir hafa kvartað yfir oblátunum sem vildu festast í góm og voru lengi að leysast upp.
Svo var vínið kapítuli út af fyrir sig.
Margir mega ekki nálægt víni koma, enda göróttur drykkur og vandmeðfarinn og verður allt of mörgum að falli.
Með þessu breytta sniði hjá Fríkirkjunni er vandi þessarar athafnar leystur í einu lagi og það á alveg frábæran hátt.
Ég geri ráð fyrir að presturinn séra Hjörtur Magni eigi þar veg og vanda að ákvarðanatökunni.
Má allt eins búast við mótbárum og jafnvel hneykslun kirkjugesta, þegar verið er að brjóta upp margra áratuga siðvenju.
Mér finnst þetta lýsa kjarki og hugmyndaauðgi hjá prestinum.
Andinn í þessari athöfn var einnig afskaplega notalegur og hlýr.
Fríkirkjan við Tjörnina
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.