20.4.2012 | 15:34
Mataræði og góð heilsa - hver vill hugsa um það?
Það er fróðlegt að fylgjast með næringarfræðingum og áhugamönnum um mataræði, þegar þeir hafa mjög öndverðar skoðanir.
Ég hef sjálfur haft sérstaklega mikinn áhuga á mataræði og heilsufari. Mig langar sannarlega til að viðhalda heilbrigði og þreki ásamt ánægju með að upplifa lífið.
Það eru svo margir sem ekkert vilja á sig leggja fyrir þessa hugsjón, sem góð heilsa er.
Margir segjast vilja vera heilbrigðir og ekki sjúkir, en þegar þarf að breyta lífsstílnum til að ná þessum áfanga, þá víkur viljinn til heilbrigðis fyrir venjunum.
Þegar ég var heildsali auglýsti ég svona: "Góð heilsa er gæfa hvers manns", sem er mín eigin útgáfa á þessari hugsjón.
Nóg um það. Hvatinn til að skrifa hér mína reynslu í kjölfar þessara skoðanaskipta "fræðinganna" er sá, að fyrir svona hálfu ári tók ég mig til og hætti neyslu á sykri.
Þetta reyndist mjög umfangsmikil aðgerð þó svo að hún beindist eingöngu að sykurinntöku. Ég hafði áður haldið mig við holla fæðu, en vissi af mínum veikleika að innbyrða sykurvörur af hvers konar tagi.
Því fylgdi neysla á vörum sem ég nú hef strikað yfir.
Um er að ræða kökur af öllu tagi og sælgæti eins og það leggur sig (nema suðusúkkulaði í hófi). Þetta virðist við fyrstu sýn vera einfalt og auðvelt, en það er öðru nær. Maður fer í boð, fermingar og afmælisveislur. Það er boðið í kaffi og kökur við öll tækifæri, við jarðarfarir, heimsóknir og nefndu það bara, því þessi siður fylgir alls staðar.
Afleiðingin af þessari breytingu fyrir mig var sú að ég fékk líkamsástand sem var mér eiginlegt í æsku.
Þannig að ég grenntist frá 74-76 kg niður í 68 kg eins og þegar ég var um 20 ára.
Það sem er merkilegast við minn "matarkúr" (sem er enginn kúr heldur bein leið) er, að ég borða eins mikið og mig langar til og matarlystin er yfir meðallagi. Ekkert aðhald í sambandi við magn matar sem ég innbyrði. Borða þar til ég er mettur.
Þó stendur vigtin föst, ekkert rokk og ról á vigtinni!
Rétt er þó að bæta við að ég er grænmetisneytandi. Borða ekki svokallaðan pakkamat, kjöt, fisk, mjólk, ost og kaffi.
Svona er nú lífið einfalt!
Steinaldarmataræði er ekki tískubóla | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
ja herna ! Eg verð oft svolítið fúl þegar eg se hvað karlar eiga flestir auðveldara með að grennast en konur.
Eg hætti líka sykri- sem var í kílóavis á mánuði út í kaffi- kökur ofl.
eg borða ekker tilbúið - ekker salt- hreyfi mig- en vigtin fer upp og niður eins og jójó !
Erla Magna Alexandersdóttir, 20.4.2012 kl. 17:29
Þú segir fréttir Erla.
Er ekki rétt að fara í saumana á þessum vanda þínum?
Það væri vert að athuga allt þitt ferli frá morgni til kvölds.
Einhvers staðar hlýtur pottur að vera brotinn, að þú skulir ekki ná árangri, jafnvel eftir að hafa sleppt aðal fíkniefninu - sjálfum sykrinum - Brauðmeti þarf að vera heilkorns og hóflegt - ekki hvítt hveiti.
Það þarf að borða korngraut í hollasta kantinum og mjög lítil suða.
Ég ráðlegg þér að leggjast í nákvæma skoðun á venjum þínum. Þú hlýtur að geta fundið fleira en sykurinn til að endurbæta.
Spurningin er líka, hvað hefurðu lifað lengi á þessu breytta fæði?
Það þarf að virkja þolinmæðina, það tekur tíma að koma uppbyggjandi hugsun til skila þannig að líkaminn fylgi með!
Ég óska þér góðs árangurs.
Allt sem maður gerir af einlægum vilja ber í sér frjókorn sem ber ávöxt.
Sigurður Alfreð Herlufsen, 20.4.2012 kl. 21:37
Erla, ég var að lesa kynningu þína (hrifinn af góðum mat).
Hvað skyldi það þýða nákvæmlega? Skyldi þarna vera eitthvað sem má lagfæra betur. Hvaða matur er það sem vekur svona mikla löngun og þrá?
Við erum kannski að komast á sporið. Þú heldur áfram með verkið. Í sumar geturðu svo farið í gamla fallega kjölinn þinn sem þú settir inn í skáp fyrir mörgum árum !!
Sigurður Alfreð Herlufsen, 20.4.2012 kl. 21:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.