Ég er ekki meinlætamaður!

Undanfarið hef ég útlistað matarvenjur mínar og get ímyndað mér að margir hrökkvi í kút, þegar undanskildar eru fjöldi matartegunda.

Tegunda sem fólk telur undirstöðu lífs á jörðunni.

Tegunda sem sé unun að borða og himneskar fyrir bragðlaukana.

"Og hvað borðar þú svo á jólunum?" er spurt í undrunartón.

Fyrst vil ég taka fram að þessi vandamál hafa öll verið leyst farsællega.

Bragðlaukarnir fá sitt í hvert einasta matarmál og fyrir næringu líkamans er að fullu séð.

Jólin eru eftir sem áður yndislegur tími. Tími samhygðar og elsku.

Það er líklega ekki nema ein matartegund sem er vond á bragðið og það er lýsi! en ég tek eina skeið á hverjum morgni til verndar heilsunni.

Dæmigerður dagur getur litið svona út:

1. Farið í kalda sturtu (upp að handarkrika). Gott fyrir taugakerfið.

2. Tekin ein skeið af lýsi.

3. Sett í blandara eftir smekk: Döðlur, gulrætur, blómkál, rauðrófur, engiferrót, spínat og kókosmjólk. Allt ósoðið og eftir keyrslu í tækinu er þessi lífselexír drukkinn!

4. Hádegismatur er korngrautur: Haframjöl og þriggjakorna mjöl sem aðeins kemur upp suða á og þá slökkt á hitanum um leið. Á diskinn er sett beint án suðu: hörfræ, sesamfræ og chiafræ sem öll hafa legið í vatni frá deginum áður og orðin eru mjúk. Rúsínur eru með í flórunni. Með þessu nota ég Hrísmjólk. Afbragðsmatur!

5. Sem eftirmiðdags"kaffi": Hollt heilhveitibrauð eða rúgkjarnabrauð með smjörva og grænmetiskæfu. Drykkur er kalt vatn. Einstaka sinnum er heitt jurtate notað, ef kalt er í veðri.

6. Kvöldmatur er á ábyrgð eiginkonunnar og gæti litið svona út:

A) Sojabollur með karrýsósu ásamt soðnum gulrótum, rófum og kartöflum. Rifið hrátt grænmeti. Ávaxtagrautur sem eftirrétt.

B) Linsubaunir soðnar og með þeim er höfð kartöflustappa. Rifið hrátt grænmeti.

C) Sojapylsur með grænmetissósu, soðnum gulrótum, rófum og kartöflustöppu . Rifið hrátt grænmeti.

D) Sojabuff með brúnni sósu, soðnum rófum og kartöflum (sem ég stappa oftast inn í sósuna, enda er það girnilegast þannig). Rifið hrátt grænmeti.

Ef eiginkonan kemur með nýja bufftegund þá þarf hún að fara í gegnum nálarauga hjá okkur. Bragðlaukarnir þurfa að samþykkja þessa nýju matartegund. Falli hún ekki í geð er henni hreinlega sleppt. Það eru til óteljandi hollar matartegundir svo það er enginn þörf á að pína sig í gegnum eitthvað sem ekki þykir gott.

Við lifum ekki meinlætalífi!

jo_769_labor_i_2010.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Jólaborðið árið 2010

Granolabúðingur ásamt aspas, grænmeti og brúnuðu hvítkáli, sykurhúðuðum kartöflum, góðri brúnni sósu og sýrðum rauðrófusneiðum. Drykkur er þarna Ginger Ale, en gæti líka verið Malt.

Möndlugrauturinn svokallaði: Hrísgrjónagrautur með þeyttum rjóma og út á er jarðaber úr dós með safa.

Eftirréttur gæti verið epladesert með þeyttum rjóma.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband