3.5.2012 | 15:08
Tjáningarfrelsið og okkar hlutur í viðhaldi þess
Ég er þeirrar skoðunar, að þegar einhver kemur fram opinberlega, þá geti hann sett skarð í tjáningarfrelsið, ef hann viðhefur ekki almenna kurteisi og virðingu fyrir sjálfum sér og öðrum.
Í svokölluðum bloggheimum eru margir að tjá sig og gera það auðvitað mjög misjafnlega.
Í ýmsum hitamálum verður ákafinn oft mikill og þá er stutt í að eðlileg kurteisi víkji til hliðar.
Þó er virðuleg framkoma hluti af því að viðhalda tjáningarfrelsinu. Það er augljóst að almannaritvöllur eins og facebook og aðrir netvellir, myndu fljótlega leggjast af ef ekki væru einhverjar umferðareglur og tilheyrandi ritskoðun.
Það er eins á opinberum vettvangi, eins og í heimahúsi að fólk lætur ekki út úr sér hvaða óvirðingu og skít sem hugsast getur.
Flestir hafa einhverjar girðingar og viðmið til að styðjast við.
Margir kannast við svokölluð sorpblöð, en það eru þau blöð sem ekki gæta fyllsta aðhalds um efnistök og orðbragð.
Tjáningarfrelsið fær ekki staðist nema þessar leiðbeiningar séu hafðar í huga.
Þeir sem rita greinar í blöð og tímarit eða í netheimum, þurfa að gera sér grein fyrir að ekki er hægt að fara af stað, án þess að bera fulla ábyrgð á skrifum sínum.
En einmitt vegna þess að ábyrgðin er til staðar, þá er líka hægt að misnota sér viðkvæmar og óskráðar reglur, og stefna mönnum fyrir rétt og krefjast miskabóta vegna ærumeiðinga.
Mörg dæmi eru um að slíkum stefnum hefur verið misbeitt.
Þetta vil ég biðja fólk að hafa í huga, þegar það þakkar fyrir ritfrelsið.
Eigin framkoma getur viðhaldið eða veikt þetta frelsi, sem okkur þykir svo vænt um.
Fjölmiðlafrelsi ógnað víða um heim | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.