Þjóðfáninn og Alþingishúsið

Mig langar til að taka undir með Sigurði Jónssyni þegar hann segir "Hvers virði er þjóðfáninn Íslendingum?"

Við erum svo farsæl að eiga fallegasta fána Norðurlandanna, þeirra sem bera krossinn í miðju sinni.

Við eigum að bera virðingu fyrir fánanum, um leið og við þökkum fyrir að vera sjálfstæð þjóð og þurfum um leið að bera þá kosti og galla sem fylgir okkar íslendingseðli.

En við vorum þar að auki svo heppin að vera undirsettir erlendu valdi og það reyndist vera hið Danska þjóðríki.

Ég veit að það er aldrei notalegt að vera öðru ríki undirsettur, en af öllum þjóðum þá reyndust Danir okkur einstaklega vel. Hafa í reynd komið fram við okkur af mikilli fyrirmynd. Jafnvel þegar þeir voru sjálfir hernumdir og það undir járnhæl nasismans, þá tókum við okkur sjálfstæði í skugga þessarar stöðu dönsku þjóðarinnar.

Það er vel hægt að setja sig í spor Dana að þessu leyti og skilja það þó þeir hefðu orðið sárir gagnvart okkur að gera þetta við þessar aðstæður.

En þeir hafa aldrei látið okkur gjalda þess, heldur þvert á móti, rétt fram sáttarhönd og sýnt okkur mikið drenglyndi þegar þeir skiluðu þjóðargersemum Íslendinga, sjálfum handritunum sem voru í geymslu í Kaupmannahöfn.

Hér má lesa grein Sigurðar Jónssonar.

althingishusid_juli_2009.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 Líklega ber alþingishúsið ennþá kórónu, tákn danska konungsveldisins, vegna þess að við sambandsslitin reyndust danir íslensku þjóðinni hinn besti vinur.

Konungurinn sendi Íslendingum heillaóskir, þar sem hann var sjálfur í þeim aðstæðum að vera undirsettur erlendu valdi.

Með þeirri athöfn þá bræddi danska þjóðin hið íslenska hjarta.

Og með því að senda okkur handritin heim gerðu danir enn betur.

Þetta tel ég vera þær ástæður að enn er uppi hið danska skjaldarmerki.

Við getum stoltir og kinroðalaust leyft þessu merki að halda áfram að prýða alþingishúsið, vegna þessarar sögu sem ég hér hef drepið á.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband