Eru stjórnvöld Íslenska ríkisins að verða refsigleði að bráð?

Mér rennur kalt vatn milli skinns og hörunds að lesa grein Gísla Gíslasonar í Morgunblaði dagsins, sjá hér.

Þetta minnir mig á þegar fréttir bárust frá styttra komnum þjóðum, um ofboðslegar refsingar við brotum af ýmsu tagi.

Það þekkja allir refsingar stjórnvalda þar sem aðhald almennings fær ekki notið sín, eða í svokölluðum einræðisríkjum.

Það eru höggnar hendur af þjófum og fræg er frásögnin af hýðingu á Jóni Hreggviðssyni fyrir stuld á snærisspotta!, sem Gísli segir frá í grein sinni.

Í Austur-Þýskalandi þurfti fólk að gjalda með lífi sínu ef það náði ekki að strjúka til frelsisins.

Þessa refsigleði má ekki fyrir nokkurn mun innleiða á Íslandi, né ígildi hennar í fjársektum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband