Vilt þú grennast, án þess að svelta?

Ég get glatt þig með því að hér er lausn fyrir þig, og hún er einföld í þokkabót.

Þú þarft ekki að gera meira en að taka eina fæðutegund út af þínum matseðli og það er sykur.

Ef þú hefur smá sjálfsstjórn og hefur einlæga löngun til að fá heilsusamlegri umgjörð um þína sál, þá skaltu taka þig á og skipta um gír.

Hið góða sem af þessu leiðir er að þú þarft ekkert að vera hungraður kæri lesandi, heldur getur borðað eins mikið og þig langar í til að fá svengd þinni fullnægt.

Auðvitað er þetta þegar grant er skoðað, heilmikil breyting á mataræði nútíma manna, vegna þess að þeir innbyrða sykur í öllum mögulegum útgáfum.

Þess vegna verður það nokkuð yfirgripsmikið að týna allt frá þar sem hvítur sykur kemur við sögu, en þetta á ekki að vefjast fyrir nokkrum manni.

1. Sælgæti er auðvitað hið fyrsta sem hverfur af matseðlinum eða snarlinu.

2. Sykur er í öllum kökum og tertum og því eru þær fjarlægðar af matseðlinum.

Gerðu nú þína tilraun og láttu hana takast. Eftir nokkrar vikur geturðu farið að mæla mittið og þyngdina og það munu örugglega koma fram aðrar og hagstæðari tölur heldur en voru í upphafi.

Gangi þér vel! 

feitur-

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Feitur maður á góða von ef hann fylgir þessu ráði! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Jónsson

Þar fór í verra því þetta er það eina sem mér þykir gott fyrir utan bjór og brennivín...svo var víst eitthvað annað sem ég er nú víst hérumbil búinn að gleyma.

Halldór Jónsson, 9.6.2012 kl. 16:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband