Lýður læknir skrifar um Bessastaði

Lýður ritar kjallaragrein í DV 30. maí 2012 sem ég var að lesa í morgun og finnst ástæða til að vekja athygli manna á.

Ég er honum fullkomlega sammála um efni málsins, sem er það að stjórnlagaráðsfulltrúar voru á sama máli um málskotsrétt forseta eins og Ólafur Ragnar Grímsson forseti hefur haldið á honum.

Þar að auki leggur stjórnlagaráðið til að 10% þjóðarinnar geti skotið málum til þjóðarinnar og niðurstaða þaðan sé bindandi.

Einnig telur Lýður að deilumál myndu vera færri ef þjóðarvilji fengi að koma fram í hinum ýmsu málum.

Hann segir meðal annars: "Að mínum dómi hafa illvíg deilumál fengið að grassera allt of lengi meðal landsmanna einmitt vegna þess að þjóðarvilja vantar. Augljósustu dæmin eru ESB og kvótamálin. Þjóðarvilji hefði í báðum tilvikum markað farsælli braut...."

Greinina má lesa hér


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Allar þægar og stilltar Samfylkingar-gungur og leyndir ESB -sinnar tala núna orðið svona fyrir þessari ný-matreittri Stjórnarskrá sem virtist vera skrifuð svona fyrir þessari ESB aðild, hvað varðar 111. gr. eða varðandi "Framsal ríkisvalds". Þetta frumvarp af stjórnarskrá virtist vera skrifað eða sniðið svona fyrir þessari aðild. Hvað varðar ESB, þá er ég ekki sammála mönnnum um að hægt sé að segja sig úr ESB, þar sem að ég hef ekkert annað frétt en að það þurfi nánast öll ríkin í ESB til að samþykkja úrsögn ef til þess kemur með tilliti til 50. gr. Lissabon - sáttmálans. Það er ekki sjálfgefið að ferlið við úrsögn.

Þar sem að lög ESB ná yfir lög aðildarríkja og/eða lög aðildarríkja víkja fyrir lögum ESB samkvæmt lögum ESB. Er það ekki annars mjög sérstakt, að ef almenningur ætlar krefjast þjóðaratkvæðagreiðslu (eða 10%+ )  þá verður EKKI hægt að kjósa um "fjárhagsleg mál" (eða ICESAVE), "utanríkismál" (eða ESB), né mál er varða sérhagsmuni í samkvæmt þessu nýja frumvarpi að stjórnarskrá hvað varðar allar þjóðaratkvæðagreiðslur skv. þessu í nánustu framtíð.

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 10.6.2012 kl. 17:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband