Rassskellingar íþróttamanna !?

Hvernig má það vera að heilbrigt fólk sem iðkar íþróttir til að bæta líkama og sál, skuli geta hugsað sér að taka á móti nýliðum í sínar raðir með kjánalegri lítilsvirðingu?

Er fólki ekki sjálfrátt og hefur það enga reisn. Nú erum við ekki að tala um unglinga eins og í skólum, þar sem fíflagangur og jafnvel óknyttir eru viðhafðir sem kallaðar eru busavígslur.

Ég sem hélt að samfélagið væri orðið þróað og flytti með sér hærra siðferðisstig en við heyrum af úr frumskógum Afríku.

Mig minnir að einungis Verslunarskólinn hafi á árum áður, sýnt gott og eðlilegt fordæmi, með því að bjóða nýnemana velkomna með kaffiborði, þegar busavígslur voru alls staðar komnar úr böndunum í öðrum skólum.

Ómenning af þessari gráðu á hvergi að líðast, svo einfalt er það.

Hafi viðkomandi íþróttafélag ekki efni á að bjóða til einhvers dagamunar til heiðurs nýju fólki, þá ætti að láta nægja að heilsa fólki með handabandi og bjóða það velkomið sem fullburða íþróttafólk, í stað þess að niðurlægja það.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband