Andri Thorsson fer mikinn gegn flokki allra landsmanna

Andri Thorsson er góður penni, eins og sagt er. Hann fer mikinn í eftirfarandi grein í Fréttablaðinu í dag. Sjá hér

Ég hef hælt Andra margsinnis og hef ánægju af því að lesa greinarnar hans.

Eins og vænta mátti, er þessi stóri flokkur barinn sundur og saman og ekki vantar að einstakir flokksmenn hafa gefið ríkulegt tilefni til þess, svo sem bæjarstjóri Kópavogs. Mér þætti alls ekki ólíklegt að flokksmenn bæjarstjórans muni segja honum til syndanna, enda kemur maðurinn óorði á flokkinn. Flokk sem á að vera í því að lagfæra sín mál, í takt við nýja hugsun, þar sem hógværð og aðhald eru aðal umræðunnar.

Sjálfur sá ég ástæðu til að lýsa vandlætingu minni af sama tilefni. Sjá hér

Ég hvet fólk til að lesa grein Andra og athuga um leið, hvort þarna vanti ekki eitthvað meira, svo úr verði heilsteypt framlag um stjórnmál dagsins. Grein þar sem mikill rithöfundur fer fram, sem á er hlustað. Grein þar sem málin eru krufin til mergjar í allar áttir.

Ef glöggskyggni Andra væri sanngjörn, þá vantar tilfinnanlega sömu sverðalög á núverandi stjórnendur landsins. Það er nefnilega siður og eðlileg venja að berja á stjórnvöldum hvers tíma. Það gerði Steingrímur J. af hjartans sannfæringu, enda ætlaði hann að gera svo miklu betur. Á sama hátt og bæjarstjóri Kópavogs er réttilega gangrýndur, þá ætti að nota sömu meðöl á sitjandi ríkisstjórn.

Þetta er ekki gert, þrátt fyrir ærnar ástæður.

Má biðja um slíkan pistil úr hendi Andra?

Þar sem hann skoðar hvað hefur farið úrskeiðis hjá núverandi stjórn.

Nema að Andra fallist hendur yfir svo yfirgripsmiklu verkefni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband