"Lyf ekki alltaf besti kostur", segir prófessor

Ég bind miklar vonir við starf Jóhanns Ágústs Sigurðssonar prófessors, í viðleitni hans til að koma heilbrigðiskerfinu inn á réttari brautir.

Inn á brautir, þar sem ekki er kerfisbundið verið að leita að sjúkdómum í heilbrigðu fólki, en mig minnir að Jóhann hafi nefnt það að sjúkdómavæða þjóðfélagið.

Inn á brautir, þar sem fyrsti kostur er ekki lyfjagjöf við smá vandamálum sem auðveldara er að leiðbeina fólki út úr, með breyttum lífsstíl og mataræði.

Reyndar held ég að starf hans sé að bera árangur og það komi fram í nýrri sýn yngri lækna.

Þeir virðast miklu opnari fyrir því að ráðleggja fólki réttari breytni, heldur en að losa sig við það úr biðstofunni með því að skrifa lyfseðil og senda það heim með nýtt vandamál í farteskinu (lyfseðilinn!).

Það verður að játa að freistingin hjá læknum er mjög sterk að skrifa bara lyfseðil sem er fljótgert og sjúklingurinn hverfur á braut.

Með hinu laginu að leggja fólki heilbrigðar lífsreglur, þá tekur það meiri tíma og jafnvel fortölur, vegna þess að erfitt er að kenna fólki nýja og betri siði.

Í raun er þetta þó hið rétta hlutverk læknisins.

Almenn vakning fyrir heilbrigðum lífsháttum virðist mér vera á miklu flugi á þessum tímum. Því þarf að fylgja eftir með minni neyslu á hvers kyns lyfjum sem oftar en ekki eru tekin án ýtrustu þarfar.

pillur_dagsins.jpg

 

 

 

 

 

 

Pillurnar eða lífshamingjan - allt of mikið er ávísað af lyfjum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband