Okurlán - vandamál sem taka þarf á.

Í gamla daga var okurlán bannað með lögum.

Nú eru þau leyfð.

Hvað hefur breyst?

Reyndar er smá breyting, og hún er sú, að í gamla daga voru það helst einhverjir fjármálamenn, sem þurftu að fá lán til að bjarga viðskiptunum heim, og greiða svo lánið upp mjög fljótt, án þess að brenna sig um of.

Þar voru vextir langt frá því að vera svo háir sem nú eru auglýstir grímulaust og bankastarfsemi var þá mjög aðþrengt og gat lítið látið að sér kveða.

Núverandi ástand getur ekki gengið, það er svo augljóst. Þeir sem munu þjást fyrir þetta fyrirbæri eru aðstandendur fíkla, sem lenda í útistöðum við hinn ljóta heim græðgi og ofbeldis.

Það geta ekki verið margir sem mæla svona starfsemi bót, eða hvað?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband