Framboð Jóhönnu - kaldastríðsáskorun!

Birgir Dýrfjörð skrifar grein í Morgunblaðið sem virðist vera áskorun á Jóhönnu forsætisráðherra að halda áfram í stjórnmálum!

Sem sagt, hún á ekki að hætta þó hún sé búin að vera á sviðinu frá 1978 samkvæmt æviágripi.

Hún er búin að vera meira en 30 árin hans Davíðs! sem manni skildist að væru þau mörk sem stjórnmálamenn ættu að hafa til að setjast í helgan stein.

Og hvað með forsetann, sem ekki átti að fara fram eitt kjörtímabil í viðbót?

Þetta er nú sem köld vatnsgusa framan í landslýð, að hóta því að Jóhanna verði áfram í stjórnmálum.

Hún hefur tamið sér upphrópanir og kaldastríðstal gagnvart andstæðingum sínum en það getur ekki verið sú framtíð sem við þurfum að horfa upp á að gerist enn eitt kjörtímabil í viðbót.

Grein herra Birgis Dýrfjörð má sjá hér.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Mín skoðun er sú að Jóhanna eigi að sitja sem lengst í formannsstól SF. Henni hefur tekist að draga þennan flokk út í fúafen sem erfitt getur að komast uppúr.

Sitji hún áfram sem formaður þarf ekki að eyða kröftum í að drag flokkinn upp úr því feni og byggja hann upp aftur, hann mun sökkva í þar með Jóhönnu, stæðstum hluta þjóðarinnar til ævarandi ánægju.

Með því er búið að sótthreinsa Alþingi af því vitfyrrta fólki sem myndar þingflokk Samfylkingar.

Gunnar Heiðarsson, 23.8.2012 kl. 15:00

2 Smámynd: Sigurður Alfreð Herlufsen

Gunnar, er þetta ekki full djúpt í árina tekið?

Það hlýtur að vera fullt af fólki í heilum stjórnmálaflokki sem hefur hæfileika til stjórnmálaþátttöku.

Ég hef alltaf haft taugar til Alþýðuflokksmanna og hófsamra jafnaðarmanna.

Jóhanna finnst mér samt ekki hafa sýnt forustuhæfileika.

Hennar framgangsmáti hefur verið mjög forneskjulegur, með upphrópunum og kaldastríðs orðfæri.

Ekki beint það sem á við nú á dögum, þegar menn þurfa að eiga samvinnu þvert á alla stjórnmálaflóruna.

Vonandi lagast þetta þegar þjóðin tekur upp beinna lýðræði, það er mín von.

Sigurður Alfreð Herlufsen, 24.8.2012 kl. 11:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband