Vín í matvörubúðir - er það framfaraspor?

Undanfarið hafa verið uppi óskir um vínveitingar á elliheimilum, sem ég skrifaði gegn fyrir stuttu síðan.

Ungur maður (hvað annað?) skrifar í Morgunblaðið og vill fá vínsöluna í matvörubúðirnar.

Á þessu tímaskeiði, þegar svo er komið að tóbak er að hverfa úr verslunum og jafnvel að lagt verði bann við sölu þess vegna eituráhrifa, þá má vel hugsa sér að núverandi ástand í vínsölumálum sé gott og gefi skír skilaboð.

Gefi þau skilaboð að neysla á víni sé ekki æskileg og þess vegna sé það best geymt í sér umhverfi. 

Þar veldur það minni skaða en annars væri og við höldum sérstöðu okkar Íslendingar á þessu sviði.

Stundum er gott að hafa sína sérstöðu, jafnvel að vera álitinn sérvitringur, sem kannski er einmitt staðfesting á að vera vitrari en aðrir!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband