30.8.2012 | 10:47
Enn afneita þeir ... virðingarvert að spyrna við fótum
Ég hef fylgst með herra Þorsteini Sch. Thorsteinssyni sem skeleggum baráttumanni gegn bólusetningum.
Mér finnst það aðdáunarvert þegar maður kemur fram úr grasrótinni og er hvorki á mála hjá lyfjafyrirtækjum eða öðrum hagsmunaaðilum.
Þorsteinn kemur með kröftugar staðhæfingar og byggir þær upp með rökum, sem ekki er hægt að hreinsa auðveldlega út af borðinu sem staðlausa stafi.
Á lífsleiðinni hef ég heyrt margar sögur um óþarfar bólusetningar.
Á stórum vinnustöðum er það tíðkað að bjóða upp á fjölda bólusetninga við hinum ýmsu faröldrum sem ganga reglubundið yfir lönd og þjóðir.
Það virðist gleymast í þessu samhengi að sjúkdómar eru órjúfanlega tengdir neysluvenjum og almennri skynsemi í líferni.
Það staðhæfi ég, án þess að gleyma þeim sjúkdómum sem eru af öðrum toga, og ekki falla þar undir.
Ég hef ekki fengið flensu síðustu 50 árin og mér kæmi ekki til hugar að fara í bólusetningu við hugsanlegum flensumöguleikum sem ganga yfir þjóðirnar.
Betra væri að skoða í saumana, hvernig fólk byggir sinn líkama upp, til að takast á við sínar skyldur.
Rangar neysluvenjur eru undirstaða sjúkdómssfaraldra sem herja á þjóðirnar.
(Morgunblaðið í dag)
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.