1.9.2012 | 13:55
Busavígslur eru ekki hefð heldur ljótur siður
Þegar ég fór í framhaldsskóla á Ísafirði 1950 var ekkert til sem hét busavígslur, þannig að ekki er þetta lengi búið að vera í skólasamfélaginu.
Nú í nokkur ár hefur þetta furðulega ómennska fyrirbæri verið látið viðgangast í skólum landsins.
Sem betur fer eru andófsraddir farnar að láta heyra í sér til varnar almennum sóma í samfélaginu.
En svo undarlegt er það, að til eru skólaráðsmenn, sem telja þetta vel geta gengið, að niðurlægja fólk þegar það fer í "æðri" skóla!
Aldeilis makalaust.
Auðvitað á að taka á móti fólki, ekki síst ungu óhörðnuðu, með glæsibrag og góðum hug. Allt annað er bara óviðeigandi, ef ekki villimennska, og enginn skólaráðsmaður getur verið stolur af að starfa við slíkan skóla. Hvað þá að ganga á undan og verja óviðeigandi framkomu við nýja gesti.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.