Verslunarskólinn fær 5 stjörnur*****

Mikið var ánægjulegt að lesa frétt dagsins í Morgunblaðinu - sjá hér -

Nýnemar boðnir velkomnir að siðaðra manna hætti.

Ég legg til að menn sjái til viðmiðunar innkomutilburði Menntaskólans í Reykjavík, hins virðulega gamla skóla, sem brautskráð hefur marga forfeður okkar.

Stór mynd af atburðinum var á bls. 25 í Morgunblaðinu í gær. Ég vil ekki skemma þessa síðu með því að birta myndina.

Nú set ég það í ykkar hendur að gefa þeirri framkvæmd einkunn, en sjálfur hef ég gefið Verslunarskólanum 5 stjörnur í plús.

Sá tónn sem Verslunarskólinn slær er stórmerkilegur. Þeir fara þveröfuga leið miðað við margar menntastofnanir nú um stundir og bjóða sína nemendur velkomna á þann virðulega hátt sem ég vona að veki aðra til betri háttsemi.

Hinn nýji tónn Verslunarskólans verður vonandi upphaf þess að ómennskan verður kvödd fyrir fullt og allt í öðrum skólum landsins og menn vakni til vitundar um að skólar eru menntastofnanir og ætlað að rækta hið besta í sínum nemendum.

Hinir fullorðnu eiga að ganga á undan og ekki láta eldri nemendur skólanna viðhalda ljótum siðum sem hafa áður slysast inn á þennan vettvang.

Ef fullorðnir kennarar eru jafn gegnsýrðir ómennsku, eins og þeirri  sem sýnir sig í óvirðukvæmilegu athæfi við busavígslur þá er verulega illt í efni fyrir þessar uppeldisstofnanir. Jafnslæmt er það ef kennarar óttast nemendur sína og láti þess vegna allar slæmar tillögur nemendanna eftir þeim, í stað þess að staldra við og athuga út á hvaða braut er verið að fara.

Enn og aftur í lokin: Ég tek hatt minn ofan fyrir Verslunarskólafólkinu.

fred_astaire-.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Herramaður á gullöld snyrtimennskunnar


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband