11.9.2012 | 13:26
Á að leyfa hasssölu í verslunum á Íslandi?
Þessari spurningu varpa ég fram, eftir að hafa lesið um yfirborgarstjóra Kaupmannahafnar, sem vill leyfa hass í sinni miklu borg.
Hann telur sig geta einn og óstuddur innleitt þetta rugl á sínum slóðum, án þess að lögregla eða ríki grípi þar til gagnaðgerða.
Það er mjög erfitt að henda reiður á svona furðuverk.
Nægir að til valda komi einhver hassneytandi sem vill geta fengið sitt efni í næstu verslun?
Að þá geti hann gengið gegn öllu valdakerfinu eins og það leggur sig?
Gæti sú staða komið upp hér í Reykjavík, að einhver furðuflokkur kæmist til valda og fengi borgarstjórastólinn, og sama atburðarás færi af stað og hjá Kaupmannahafnarbúum?
Birtist í Fréttablaðinu í dag
Athugasemdir
nei
Jón Þórhallsson, 11.9.2012 kl. 15:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.