Loksins! Hanna Birna gefur kost á sér í landsmálin!

Ég hef beðið lengi hálf dapur með Stóra flokkinn, hvort hann ætlaði sér að koma til næstu kosninga án þess að klæða sig í betri föt.

Hef beðið eins og fleiri eftir því hvað ætti að kjósa í næstu kosningum.

Verði Hanna Birna forustumaður flokksins þarf ég ekki lengur að vera í vafa og ég er viss um að margir fleiri gangi til liðs við hann, sem hafa hingað til verið tvístígandi.

Það er sannarlega þörf fyrir að stærsti flokkur þjóðarinnar verði leiðandi og sameingartákn fyrir þjóðina. Hún þarf á því að halda og við erum öll orðin langþreytt á eilífum illdeilum.

Ég skrifaði um Möggu Pálu stjórnmálanna 31. ágúst, sjá hér

Kvennabylgjan heldur áfram í þjóðfélaginu og það er komin tími á konu í forustuna fyrir Sjálfstæðisflokkinn.

Þessi flokkur er stærstur og ber mestu ábyrgð á því að hér þróist jákvæð og uppbyggjandi stjórnmál.

Ég treysti Hönnu Birnu til að leiða það starf svo sómi verði af og sem hinir stjórnmálaflokkarnir geta einnig verið ánægðir með, að svo miklu leyti sem nokkur flokkur getur verið ánægður með annan flokk en sinn eigin!

Það er þó víst, að það er affarasælast fyrir þjóðina, að hér fari að ríkja ábyrgðarfull stjórnmál þar sem leitast verði við að ná breiðri samstöðu um flest framfaramál þjóðarinnar.

Það væri blessun fyrir þetta land og alla þegna þess.

o_776_nundur_og_hanna_birna.jpg

 

 

 

 

 

 

Ögmundur og Hanna Birna, þau tvö eru stjórnmálamenn sem ég ber mest traust til.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband